Forsíða Um okkur

Um okkur

Rannsóknastofan Fjölver framkvæmir að staðaldri um 50 staðlaðar mælingar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum á borð við staðla ASTM International. Flestar mælingarnar eru á eðlisefnafræðilegum eiginleikum eldsneytis, smurolíu og biks.

Stofan sinnir jafnframt sýnatöku og magneftirliti í birgðaskipum og landgeymum vítt og breitt um landið.

Til að auka áreiðanleika mælinga tekur Fjölver þátt í samanburðarkerfinu ASTM Proficiency Testing Programs þar sem á annað hundrað rannsóknastofur bera saman niðurstöður mælinga á sömu sýnum.

Stofan tekur einnig að sér önnur tilfallandi verkefni á sviði efnafræði, sýnatöku, magnmælinga og gæðaeftirlits.

Fyrirtækið hefur mælingamenn í öllum landshlutum í tímabundnum verkefnum.

Starfsmenn

 

Bergur Bergsson magnmælingar, sýnataka, rannsóknastofa
bergur hjá fjolver.is

Elena Bourmistrova gæðamál, rannsóknastofa
elena hjá fjolver.is

Glúmur Jón Björnsson framkvæmdastjóri
glumur hjá fjolver.is

Vala Þórarinsdóttir rannsóknastofa
vala hjá fjolver.is

Þorkell Árnason magnmælingar, sýnataka, rannsóknastofa
keli hjá fjolver.is

 

Sagan

Efnarannsóknarstofan Fjölver ehf. var stofnuð árið 1962 af Jóhanni Jakobssyni efnaverkfræðingi og hefur frá upphafi sérhæft sig í sýnatöku, magnmælingum, rannsóknum og gæðaeftirliti á olíuvörum; eldsneyti, smurefnum, leysiefnum og asfalti.

Stofan tók til starfa að Garðastræti 45 þann 1. febrúar 1962 en flutti árið 1979 í rúmgóða rannsóknaaðstöðu að Hólmaslóð 8 í Örfirisey þar sem hún er enn til húsa.

Á 25. starfsári rannsóknastofunnar árið 1987. Jóhann Jakobsson efnaverkfræðingur og stofnandi Fjölvers fyrir miðju ásamt samstarfsmönnum sínum. Ragnar Jóhannesson efnaverkfræðingur er til vinstri og Guðjón Már Gíslason vélfræðingur til hægri.